Ungir einleikarar 2021
Eldborgarsal Hörpu 20.maí kl.20:00

Fimmtudaginn 20.maí munu einleikararnir fjórir sem báru sigur úr býtum í keppninni Ungir Einleikarar 2021 flytja einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. 
Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu kl.20:00. Einleikararnir að þessu sinni eru þau Íris Björk Gunnarsdóttir söngkona, Johanna Brynja Ruminy fiðluleikari, Jón Arnar Einarsson básúnuleikari og Marta Kristín Friðriksdóttir söngkona. 

Sinfóníuhljómsveit Íslands og LHÍ leiða saman hesta sína og styðja við okkar efnilegasta tónlistarfólk á leið þess inn í heim atvinnumennskunnar með samkeppninni sem fer fram á hverju ári. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki ár hvert í aðdraganda þessara tónleika og stemningin í Eldborgarsal á stóra deginum er engu lík. Miðasala tónleikanna er hafin en hægt er að tryggja sér miða hér.

 

ue_2021_hopmynd.jpeg