Umpólun er sýning 3.árs nema í arkitektúr á verkefnum úr námskeiðinu "Byggð á tímamótum". Sýningin er á föstudaginn 25. nóvember frá 17-19 á palli í matsal, Þverholti 11.
 
Borgarnes stendur á tímamótum. Á slíkum tímamótum eru tækifæri til endurskilgreiningar. Tækifæri til að blanda saman ólíkum þáttum með það fyrir augum að þróa nýja eiginleika, kafa dýpra og finna hið óvænta.
 
Afrakstur umpólunar - markmiðið er að skapa og styðja við umhverfi og aðstæður byggðar á tímamótum. Úrlausnin byggir á endurskilgreiningu og endurnýjun byggðar á sjálfbærum forsendum.
 
Ljósmyndir eru eftir Mjöll Sigurdís Magnúsdóttur