Tónlistardegi Halldórs Hansen verður fagnað í Salnum, Kópavogi, 24. maí kl. 17:00. 

Garðar Cortez, söngvari, og Ólöf Kolbrún Harðardóttir, söngkona, halda erindi um kynni sín af Halldóri.

Halldór var mörgum helstu tónlistarmönnum landsins, ekki síst söngvurum, mikill liðsauki og hugljómun vegna tónlistarþekkingar sinnar alla sína tíð. 

Baldvin Ingvar Tryggvason, sem verðlaunaður var árið 2014, leikur á klarínett. 

Ungt tónlistarfólk verður verðlaunað úr styrktarsjóði Halldórs Hansen. Verðlaunin eru veitt árlega til ungra tónlistarmanna sem hafa náð framúrskarandi árangri á sínu sviði. 

Verðlaunahafar flytja tónlistaratriði á samkomunni.