- ENGLISH BELOW-

Dagana 6.-9. febrúar næstkomandi stendur Rannsóknarstofa í tónlist (RíT) við tónlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir fyrirlestri og vinnustofum með tónlistarmanninum Anthony Burr undir yfirskriftinni Tónlist handan tónlistar. Tónlistarsköpun og -miðlun verða skoðuð með gagnrýnum hætti í því skyni að útvíkka viðteknar hugmyndir um hvað tónlist er og getur verið. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Anthony Burr á að baki afar farsælan feril sem flytjandi, tónskáld og fræðimaður; hann hefur unnið þvert á geira og miðla með tónskáldum á borð við Alvin Lucier, Helmut Lachenmann, Brian Ferneyhough, Jim O'Rourke, John Zorn, Laurie Anderson, Chris Speed, Oscar Noriega og Skúla Sverrisson; sent frá sér fjölda hljóðrita og spilað með tónlistarhópum á borð við Either/Or, Klangforum Wien, Ensemble Sospeso og Chamber Music Society of Lincoln Center. Hann starfar sem prófessor við Kaliforníuháskóla í San Diego.

Fyrirlestur og vinnustofurnar eru öllum opnar og fara fram í Skipholti 31, stofu 637 sem hér segir:

Þriðjudagur 6. febrúar kl. 13:00-14:40
Miðvikudagur 7. febrúar kl. 13:00-15:50
Fimmtudagur 8. febrúar kl. 13:00-15:50
Föstudaginn 9. febrúar kl. 10:45-12:15 — Hugarflug, tónlistarflutningur og málstofa: Tónlist handan tónlistar

Afakstur vinnunnar verður fluttur á Hugarflugi, rannsóknaráðstefnu Listaháskóla Íslands föstudaginn 9. febrúar kl. 10:45-12:15 í Laugarnesi. Zusammen i (2014) eftir Jennifer Walshe og frumsamið verk eftir flytjendahópinn verða flutt en jafnframt flytja Anthony Burr og Berglind María Tómasdóttir erindi undir yfirskriftinni Tónlist handan tónlistar. Málstofustjóri verður Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Málstofan fer fram á ensku.

https://www.facebook.com/events/142410203102661/

••••••••••••

Music Beyond Music

Center for Research in Music (CRiM) proudly presents musician and professor at University of California, San Diego, Anthony Burr as an artist in residence February 6-9 2018. Burr will give a lecture and lead workshops where physicality as subject and visual presentation of music will be explored; Music Beyond Music.

The lecture and workshops are open to the public and will take place at the Iceland Academy of Art’s Music Department, Skipholt 31, room #637 the following days:

Tuesday February 6 at 1-2.40PM

Wednesday February 7 at 1-3.50PM

Thursday February 8 at 1-3.50PM

Friday February 9 at 10.45-12.15PM Hugarflug Conference: Performances and seminar in Laugarnes.

The results will be presented at IAA annual research conference Hugarflug, Laugarnes where Zusammen i (2014)by Jennifer Walshe and a new piece by the group of performers lead by Anthony Burr and Berglind Tómasdóttir will be performed. Furthermore Anthony Burr and Berglind Tómasdóttir will give presentations on music beyond music, see abstracts below. Facilitator: Elísabet Indra Ragnarsdóttir.

https://www.facebook.com/events/142410203102661/