Raftónlistarmaðurinn, tónskáldið og blásarinn Tómas Manoury fjallar um nálgun sína við raftónlist og hvernig hún hefur áhrif á tónsmíðar hans í málstofu tónsmíðanema, föstudaginn 12. október kl. 12:45 til 14:30.

Tómas Manoury spilar á alls kyns blásturshljóðfæri; saxófón, túbu og munnhörpu svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem hann syngur og hefur sérhæft sig í yfirtóna- og barkasöng. 

Í raftónlist sinni þróar Tómas tilraunakennd rafeindahljóðfæri og notar óhefðbundin viðmót með gagnvirkni og lifandi spilamennsku í huga en hljóðvinnslan byggir á tónum og hljóðum í rauntíma. Tómas vinnur um þessar mundir að svítu fyrir saxófón og tölvuvinnslu.

Fyrirlestur Tómasar fer fram í Fræðastofu 1, S304, í Skipholti 31. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.