Laugardaginn 29. apríl fer fram í Norðurljósum í Hörpu tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands 2023, en sýningin er hluti af útskriftarhátíð Listaháskólans. Á sýningunni kynna nemendur útskriftarverkefni sín eftir þriggja ára nám við skólann. Lokaverkefni nemenda í fatahönnun eru einstaklingsverkefni sem samanstendur af frjálsri rannsókn, hönnun og útfærslu á fatalínu undir handleiðslu leiðbeinenda. Níu nemendur útskrifast af námsbrautinni að þessu sinni.
 
Þau eru:
Guðmundur Ragnarsson
Magga Magnúsdóttir
Honey Grace Zanoria
Karítas Spano
Sverrir Anton Arason
Sylvia Karen
Thelma Rut Gunnarsdóttir
Victoria Rachel
Viktor Már Pétursson
 
Sýningarstjóri er Anna Clausen.
Leiðbeinendur lokaverkefna voru: Aníta Hirlekar, Anna Clausen, Arnar Már Jónsson, Erna Einarsdóttir, Helga Lára Halldórsdóttir, Katrín María Káradóttir, Þórunn María Jónsdóttir.
 
Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun er hluti af viðamikilli dagskrá útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands. Verk útskriftarnema verða síðar til sýnis á útskriftarsýningu BA nema í hönnun og myndlist sem opnar 18. maí næstkomandi í Hafnarhúsinu.
 
Aðgangur er ókeypis.
Styrktaraðilar sýningarinnar eru: eskimo, Hárakademían og MAC.