Einkasýning Kötlu Bjarkar Gunnarsdóttur Tilraun til endurgerðar á atburðarás 15 opnar 12. október kl. 17:00 - 19:00 í Naflanum, Laugarnesi. 
 
Í þessari rannsókn eru [A] (atburðarásir) túlkaðar sem framvinda mannlegra athafna. Tegund framvindu er breytileg eftir [A] en atvik þarf að hafa átt sér stað sem hefur áhrif á [V] (viðfangsefnin). Áhrifin geta verið smávægileg.
[A] eru ekki styttri en 1 mínúta (60 sek.) og ekki lengri en 30 mínútur (1800 sek.). Í þessari rannsókn leitum við að orsökum [A]. Orsakir koma í formi breyta. Breytur eru allar breytilegar einingar sem hafa áhrif á [V] og [sam] (samskipti) þeirra á meðan [A] er að eiga sér stað. Breyturnar geta verið tengdar [R] (rýminu) eða tengdar einstaka [V]. Eftir vinnslu gagna eru [A] gerðar að handritum svo auðvelt sé að endurgera þær. Á handritunum eru allar breytur tilgreindar ásamt öllum aðgerðar- og samskiptaeiningunum.
Þann 12. október klukkan 17:15 verður gerð tilraun til endurgerðar á [A]15. Rannsóknin mun eiga sér stað í sýningarrýminu Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningargestum er boðið að fylgjast með henni í hæfilegri fjarlægð svo þeir valdi ekki truflun.
 
bannerkatla_katla_bjork_gunnarsd.jpg
Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 28. september - 16. nóvember 2023.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Sindri Leifsson.
 
Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.
Viðburðurinn á Facebook.