Útskriftartónleikar Þráins Þórhallsssonar tónsmíðanema við tónlistardeild LHÍ fara fram í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 15. maí klukkan 18.
Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Á tónleikunum verða flutt þrjú verk, fyrstu tvö verkin eru eldri verk en síðasta er lokaverkefni Þráins frá LHÍ þaðan sem hann útskrifast með BA-gráðu í tónsmíðum nú í vor.

Efnisskrá:

 • Meðferð samviskunnar (2017) ('13)
  Einleiksverk fyrir undirbúinn, klassískan gítar
  Óskar Magnússon, gítar
   
 • Geim (2017) ('15)
  Verk fyrir tríó um þrjú fyrirbrigði sem finna má í geimnum
  Frumflutningur
  Stefán Ólafur Ólafsson, bassaklarinett
  Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla
  Gréta Rún Snorradóttir, selló
   
 • Fjórir líkamar í 60 klukkustundir (2018) ('15)
  Verk sem nær yfir alla líkamlega virkni fjögurra einstaklinga í sextíu klukkustundir
  Frumflutningur
  Stefán Ólafur Ólafsson, klarínett og bassaklarínett
  Brynjar Friðrik Pétursson, klassískur gítar
  Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla
  Gréta Rún Snorradóttir, selló

Síðustu þrjú ár hafa umturnað Þráni Þórhallssyni sem tónlistarmanni. Áður en hann hóf nám við tónsmíðar við tónlistardeild Listaháskóla Íslands hafði hann mest fengist við raf- og rokktónlist en í gegnum námið hefur kviknað mikill áhugi fyrir klassískri nútímatónlist.

Á þessum tónleikum verða flutt þrjú verk í anda nútímatónlistar en lokaverkið, Fjórir líkamar í 60 klukkustundir er jafnframt útskriftarverkefni Þráins frá tónlistardeild LHÍ. Hér er unnið úr upplýsingum sem spanna samtals 240 klukkustundir af líkamlegri virkni fjögurra einstaklinga; ætlunin er að umbreyta þeim upplýsingum yfir í tónverk.

Ljósmynd: Leifur Wilberg