Í vor lýkur Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir gráðu í hljóðfærakennslu. Hún hóf nám í trompetleik 10 ára gömul í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar undir handleiðslu Láru Lilliendahl en síðar Lilju Valdimarsdóttur. Hún hóf svo nám á baritónhorn þegar hún var 17 ára gömul undir handleiðslu Hörpu Jóhannsdóttur.

Þórarna hóf nám í Listaháskólanum haustið 2014 á baritónhorn hjá Vilborgu Jónsdóttur en á öðru ári skipti hún alfarið yfir á túbu og er aðalkennari hennar Nimrod Ron.

Á þessum tónleikum mun Þórarna leika tónlist eftir Robert Schumann, Henry Kling, Gustav Mahler og Paul Hindemith.

Með henni spila Aladár Rácz á píanó og Ragnheiður Eir Magnúsdóttir á pikkolóflautu.

Tónleikarnir verða haldnir í Hannesarholti þann 6. maí kl. 15:30 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Efnisskrá:

Drei Romanzen eftir Robert Schumann
Elefant und Mücke eftir Henry Kling
Túbusónata eftir Paul Hindemith
Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Gustav Mahler 

Ljósmynd: Leifur Wilberg