Gestur okkar í Þolmörkum 2 er Andri Snær Magnason rithöfundur en hann mun fjalla stuttlega um efnistökin í nýútkominni bók sinni Um tímann og vatnið.
 
Á næstu hundrað árum verða grundvallarbreytingar á eðli vatns á jörðinni. Jöklar munu bráðna, yfirborð hafsins rísa og sýrustig þess breytast meira en sést hefur í 50 milljón ár. Breytingarnar snerta allt líf á jörðinni, alla sem við þekkjum og alla sem við elskum. Þær eru flóknari en flest það sem hugurinn er vanur að fást við, stærri en öll fyrri reynsla okkar, stærri en tungumálið. Hvaða orð ná utan um málefni af þeirri stærðargráðu?
 
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:15 í Þverholti 11 í fyrirlestrasal A
 
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og honum verður streymt og hér má finna linkinn.
 
Öll velkomin!
 
 
Skólaárið 2019-2020 fer af stað ný fyrirlestrarröð þar sem allar fimm deildir háskólans og nemendaráð vinna saman. Fyrirlestrarröðin, sem gengur undir nafninu Þolmörk, er tilraun til að opna á samlegðaráhrif milli ólíkra listgreina og skapa þannig þverfaglegan umræðuvettvang fyrir nemendur, starfsfólk háskólans og aðra áhugasama.
 
tholmork_logo.jpg