Third Ecology, ráðstefna evrópskra arkitektúrsagnfræðinga, fer fram 11-13 október og er unnin í samvinnu við Listaháskóla Íslands og Emilio Ambasz stofnun Museum of Modern Art í New York, sem skoðar sérstaklega samspil manngerðs og náttúrulegs umhverfis. Þetta er stórviðburður í arkitektúrfræðum á Íslandi og hvetjum við öll til að mæta.

Áhrif loftslagsvár af mannavöldum hafa beint sjónum arkitektúrsagnfræðinga að spennuþrungnu sambandi hins manngerða og hins náttúrulega. Inngrip byggingargeirans í kerfi jarðarinnar er ekki tilviljun—þau eru grundvallarþáttur hans. Byggingarstarfsemi á heimsvísu framleiðir næstum fjörutíu prósent af árlegri losun gróðurhúsalofttegunda sem gerir arkitektúr í víðum skilningi að einni mest mengandi starfsemi mannkynssögunnar. Það kemur því ekki á óvart að ný loftslagsáhersla (e. „climatic turn“) sé að taka á sig mynd innan arkitektúrsagnfræðinnar. Breytt loftslag krefst breyttra aðferða. Hvernig bregst sagnaritun við, nú þegar við vitum að arkitektúr veldur viðlíka vistfræðilegum skaða? Þegar horft er til umhverfisréttlætis, hvetur loftslagsváin arkitektúrsögu umhverfisins til að taka til við afnýlenduvæðingu og andkynþáttafordóma? 

Ráðstefnudagskrá hér.

Skráning hér.

//

The Third Ecology, a European Architectural History Network (EAHN) Thematic Conference, will be held on October 11-13 in Harpa Conference Hall, organized by The Iceland University of the Arts and the Museum of Mordern Art (MoMA) in New York. It will focus on the interaction between the "natural" and the "built" environment. This is a major event in the field of architectural history and theory in Iceland, and we encourage everyone to attend.

The effects of the anthropogenic climate crisis has compelled a resurgence of scholarship about the often fraught relationship between the built and the natural environment. The connection between the building sector and the disruption on the physical systems of the planet are not merely coincidental but causal. Currently, global building activity produces nearly 40% of the world’s yearly greenhouse gas emissions, making architecture, broadly, one of the most polluting activities in human history. That a new “climatic turn” appears to be taking shape in architecture history is no surprise, but does the changing climate also require a new methodology for writing architecture history? If historians now know that architecture is causing ecological harm, how should the field of architecture history respond? Seen through the lens of environmental justice, does the climate crisis impel architecture histories of environment to address decolonization and anti-racism?

Conference program here.

Register here.