Teiknisprell 

Laugardagur 14. maí kl. 13-14

Menningarhúsi Gerðubergi

Fyrir allan aldur

 
Meistaraneminn og teiknarinn Halldór Baldursson leiðir teiknismiðjuna Teiknisprell.
 
 
 
Teiknisprell
 
Á klukkutíma lærir þú smá brot af því sem þú hélst þú myndir aldrei um teikningu.
 
Hænuskref verður tekið frá Óla prik í áttina áttina að Michelangelo með viðkomu hjá Andrési Önd og passað upp á að enginn týnist á leiðinni.
 
Allir velkomnir.
 
Halldór Baldursson
 
4._halldor_baldursson_halldorbaldurssongmail.com-6.jpg
Mynd: Owen Fiene
 
 
Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands og þar kynna verðandi kennarar lokaverkefni sín með fjölbreyttum hætti.
 
Listkennsludeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir útskriftarviðburði dagana 13. og 14. maí.
 
Dagskrá er opin öllum og fer fram í Borgarbókasafni / Menningarhúsi Gerðubergi.
 
Börn ásamt aðstandendum eru sérstaklega boðin velkomin á fjölskylduvænar listasmiðjur nemenda.