Einkasýning Írisar Evu Ellenardóttur Magnúsdóttur, Tak steininn, en gef ungann lausan, opnar 26. október kl. 17:00 - 19:00 í Kubbnum, Laugarnesi.
 
Á fjalli nokkru er vatn,
lítið en afar djúpt
og í því synda steinar.
Brunnur með gullituðu vatni
Umluktur háum hömrum.
Við sjó,
þegar tungl er nítján nátta
og sól í fullu suðri.
Í gini ungans.
Á hellusteini
hlaupa smásteinar
og hoppa hvur yfir annan
eins og lömb að leika sér um stekk.
Tak einn stein,
Vefðu hann í hárlokk
og feldu í vinstra lófa.
Með honum magnar þú upp ský,
er leggja myrkva og hulu
yfir allt sem falið á að vera.
Þú berð hann undir tungurætur
og skilur þá hrafnamál.
Hann segir þér allt sem þú vilt vita.
Tak steininn, en gef ungann lausan.
 
facebookplaggatiris_iris_eva_ellenard._m.jpeg
Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 28. september - 16. nóvember 2023.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Sindri Leifsson.
 
Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.
Viðburðurinn á Facebook.