Opnun sýningarinnar Klapparstígur 12 verður á Klapparstíg 12, föstudaginn 20. apríl klukkan 17.00 - 20.00. Klapparstígur 12 er samstarfsverkefni Listaháskóla íslands og listfræðideildar Háskóla íslands.

Líta má á sýninguna Klapparstígur 12 sem stefnumót sjö listamanna sem koma úr ólíkum áttum að því leyti að verkum þeirra er safnað saman innan veggja heimilis í örfáar klukkustundir. Staðurinn ummyndast, hann hættir að vera heimili. Íbúð sem alla jafna er deilt á milli tveggja einstaklinga og tveggja katta er nú orðin að sýningarrými. Venjulegir hlutir eru dregnir fram úr myrkri hversdagsins þegar þeir verða allt í einu hluti af öðrum veruleika, gjörningnum. Verk eftirtalinna listamanna kanna þannig tengsl ólíkra andartaka innan sameiginlegs rýmis:

Listamenn: Drengurinn fengurinn,Logi Leó Gunnarsson,Brontë Jones,Monika Kiburytė,Klāvs Liepiņš,Sion Prior,Sigrún Gyða Sveinsdóttir.

Sýningastjórar: Almar S Atlason, Anna María Ingibergsdóttir, Grétar þór Sigurðsson, Katrín Lilja Kristinsdóttir, Katerina Spathi, María Rún Þrándardóttir,Momo Hayashi,Nína Friðriksdóttir, Patrica Carolina,Sarah Maria Yasdani, Siddý Erla, Sofia Tange Akiros, Sophie Durand, Sunna Ástþórsdóttir,Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, Þórður T. Alisson.

Verkefnastjóri: Dorothee Maria Kirch, kennari við Listaháskóla íslands.

Facebook viðburður