Nemendur á 1. og 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands sýna lokaverkefni annarinnar. 
Nemendur fyrsta árs sýna flík sem þau hafa hannað og útfært með Arnari Má Jónssyni og gefa innsýn í hönnunarferlið.
Annað árið sýnir tilraunir og verkefni sem þau hafa unnið með E-textíl í nýsköpunaráfanga með Sophie Skach.
 
Öll velkomin í vinnustofur fatahönnunarnema á 2. hæð í Þverholti 11, fimmtudaginn 11. maí kl. 17-19.