Listaháskólinn býður til opins samtals um stefnu og hlutverk skólans. Þar gefst kærkomið tækifæri til að taka þátt í þróun skólans til 2022.

Stefnumótið er haldið kl. 16:45 eða strax að loknum ársfundi skólans sem hefst kl. 16:00. Dagskráin í heild er öllum opin.

Umræðuefnin munu meðal annars koma inn á nám og kennslu, húsnæði og stjórnsýslu, samfélag, alþjóðamál og rannsóknir. 

Hvernig vilt þú sjá Listaháskólann árið 2022?