Nemendur á þriðja ári í vöruhönnun bjóða þér og þínum nánustu að koma á sýninguna Spori: Flateyri og íslensku fjárhundurinn. 

Sýningin verður opin þann 19. desember milli 14 - 21 á Laugavegi 51
Hér má panta tíma fyrir sýninguna, þar sem fjöldatakmarkanir vegna Covid-19 eru í gildi og aðeins 10 manns geta komið í einu inná sýninguna.
 
Um sýninguna: 
Væri það ekki dýrmætt ef leitar- og björgunarsveitahundar væru aldir upp og þjálfaðir á Flateyri, þar sem þeir gætu verið í viðbragðsstöðu ef annað snjóflóð gengi yfir? 
Þegar snjóflóð verða gegna hundar gríðarlega mikilvægu hlutverki við björgunar- og leitaraðgerðir vegna fólks sem hefur horfið í snjóflóðinu. Hundar eiga það til að vera fyrstir til að bregðast við og þeir ákveða hvar er rétt að grafa ofan í snjóinn. 
Þessi sýning snertir þetta efni og rannsakar þá óteljandi möguleika sem felast í íslenska fjárhundinum. 
Hér er viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/301200851206733
Hlökkum til að að sjá ykkur!                               
Bestu kveðjur þriðja árið í vöruhönnun.