Verið velkomin á seinustu söngkynningu þriðja árs leikaranema næsta föstudag, 20. október í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 17:00.
Miðapantanir eru fríkeypis og fara fram í gegnum tix.is (ath. aðeins er hægt að taka frá einn miða í einu).
Bekkurinn tekur fjölbreytt sólólög og hóplög í bland. Kynningin er um 1,5 klst, ekkert hlé.
 
Kennari: Kristjana Stefánsdóttir
Hljómsveit skipa: Kjartan Valdemarsson á píanó og harmónikku, Matthías Helgi á gítar, Friðrik Örn á bassa og Matthías Hemstock á trommur og slagverk
 
processed-822cda23-b671-46cf-9382-40a9236c7fac-8eef9d9e-f5db-4ac5-8e7e-a8415398a070.jpeg
Nemendur efri röð frá vinstri: Nikulás Hansen Daðason, Hólmfríður Hafliðadóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter, Selma Rán Lima, Jón Bjarni Ísaksson, Mikael Emil Kaaber, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Gréta Arnarsdóttir, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir & Jakob van Oosterhout.
 
Hlökkum til að sjá ykkur!