UTANVEGAR

Tinna Gunnarsdóttir prófessor við Listaháskóla Íslands og vöruhönnuður mun halda hádegisfyrirlestur í fyrirlestrarröðinni Sneiðmynd miðvikudaginn 16. október næstkomandi klukkan 12:15. Fyrirlesturinn fer fram í sal A í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar, Þverholti 11.
Tinna hefur starfað sem sjálfstætt starfandi hönnuður frá árinu 1992 þegar hún lauk BA námi í þrívíðri hönnun frá WSCAD í Bretlandi. Árið 1997 lauk hún MA námi í iðnhönnun frá Domus Academy í Ítalíu og rannsóknarmastersnámi í listum frá Háskólanum í Brighton í Bretlandi árið 2014. Hún leggur nú stund á doktorsnám í menningarfræði við HÍ.
Tinna hefur kennt við Listaháskólann frá stofnun hans. Hún var fagstjóri námsbrautar í vöruhönnun um árabil og prófessor frá árinu 2016.
Í fyrirlestrinum mun Tinna fjalla um eigin verk og þær heimspekilegu stoðir sem þau byggja á sem og tengsl þeirra við kennslu. Í því samhengi mun hún velta fyrir sér útvíkkuðu jarðnæði hönnunar sem og fjölbreyttri virkni hlutanna.
 
VEÐUR_VEÐRUN_VIÐRA_SÚREFNI_ANDRÚMSLOFT_LOFTSLAG_ANDI_EFNI_AÐDRÁTTARAFL_
TIF_TÍMI_HEIMUR_FEGURÐ_FAGURFERÐI_VIÐNÁM_HREYFING_MÖRKUN_HLUTUR_RÝMI
 
tinna_gunnars.jpg
 

 

 
 
SNEIÐMYND
Öflugt rannsóknarstarf kennara við Hönnunar- og arkitektúrdeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar sem miðlað er til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í deildinni. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta.
 
DAGSKRÁ

18. september 2019
Ræktun
Ragnar Freyr
grafískur hönnuður og dósent við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

16. október 2019
Utanvegar
Tinna Gunnarsdóttir
vöruhönnuður og prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

23. október 2019
Umbreyting á 64°breiddargráðu: Ferðaþjónusta, landslag og úrbaníseríng
Sigrún Birgisdóttir
arkitekt og prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

13. nóvember 2019
Tískan og borgin,samband tískumenningar við borgarmenningu
Linda Björg Árnadóttir
fatahönnuður og lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

4. desesmber 2019
Fyrr en seinna
Björn Steinar Blumenstein
vöruhönnuður og stundakennari við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands