Ræktun
Ragnar Freyr, Sneiðmynd 2019

 
Ragnar Freyr dósent við námsbraut í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og grafískur hönnuður mun halda hádegisfyrirlestur í fyrirlestrarröðinni Sneiðmynd miðvikudaginn 18. september næstkomandi klukkan 12:15. Fyrirlesturinn fer fram í sal A í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar, Þverholti 11.
Ragnar er menntaður í hönnun og kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands. Samhliða því að kenna við Listaháskólann vinnur Ragnar sem sjálfstætt starfandi hönnuður.
Ragnar hefur sérhæft sig í hönnun fyrir stafræna miðla með íslenskum og erlendum fyrirtækjum í tæknigeiranum en finnur persónulegri verkefnum oft farveg í gegnum prentmiðlana. Í fyrirlestri sínum mun Ragnar fjalla um upphaf ferilsins, ýmis verk, erfiðleika, köllunina, hugann og framtíðarsýn.
Fyrirlesturinn verður á íslensku, öll velkomin!
Vefsíða Ragnars: ragnarfreyr.com
 
 

SNEIÐMYND

Öflugt rannsóknarstarf kennara við Hönnunar- og arkitektúrdeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar sem miðlað er til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.
Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í  deildinni.
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta.
 
Dagskrá Sneiðmyndar:
 
18. september 2019
Ræktun
Ragnar Freyr
grafískur hönnuður og dósent við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
16. október 2019
Utanvegar
Tinna Gunnarsdóttir
vöruhönnuður og prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
23. október 2019
Ferðaþjónusta, landslag og úrbaníseríng á 64° breiddargráðu 
Sigrún Birgisdóttir
arkitekt og prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
13. nóvember 2019
Tískan og borgin,samband tískumenningar við borgarmenningu
Linda Björg Árnadóttir
fatahönnuður og lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
4. desesmber 2019
Fyrr en seinna
Björn Steinar Blumenstein
vöruhönnuður og stundakennari við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands