Tískan og borgin: Samband tískumenningar við borgarmenningu

Linda Björg Árnadóttir er textíl- og fatahönnuður ásamt því að vera lektor í fatahönnun við hönnunar- og akitektúrdeild. Hún hefur unnið víðs vegar um heiminn sem hönnuður og stofnaði íslenska hönnunar fyrirtækið Scintilla. Linda hefur kennt við Listaháskóla Íslands frá stofnun hans og var fagstjóri námsbrautar í fatahönnun um tíma.
Linda heldur fyrirlestur í fyrirlestrarröðinni Sneiðmynd miðvikudaginn 13. nóvember næstkomandi klukkan 12:15. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrarsal A og verður haldinn á ensku.
Í fyrirlestri sínum mun Linda spyrja spurninga á borð við: Er tískumenningin afurð þéttbýlismyndunnar? Eykst tískumenningin ef markhópurinn stækkar? Með fyrirlestrinum reynir Linda að varpa ljósi á þróun tískumenningar í þéttbýli og hvernig fólk notar tískuna til að miðla samfélagsstöðu sinni og sjálfsmynd til annarra. Einstaklingar keppast við að ná langt, bæði í persónulegu og faglegu samhengi, og sú samkeppni gæti verið nauðsynlegur þáttur í þróun tískumenningar.
 
Öll velkomin, hlökkum til að sjá ykkur!
 
 
lindabjorg.jpg
 

 

 
 
SNEIÐMYND
Öflugt rannsóknarstarf kennara við Hönnunar- og arkitektúrdeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar sem miðlað er til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í deildinni. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta.
 
DAGSKRÁ

18. september 2019
Ræktun
Ragnar Freyr
grafískur hönnuður og dósent við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

16. október 2019
Utanvegar
Tinna Gunnarsdóttir
vöruhönnuður og prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

23. október 2019
Umbreyting á 64°breiddargráðu: Ferðaþjónusta, landslag og úrbaníseríng
Sigrún Birgisdóttir
arkitekt og prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

13. nóvember 2019
Tískan og borgin,samband tískumenningar við borgarmenningu
Linda Björg Árnadóttir
fatahönnuður og lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

4. desesmber 2019
Fyrr en seinna
Björn Steinar Blumenstein
vöruhönnuður og stundakennari við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands