(English below)

Miðvikudaginn 16.nóvember kl 12:15 heldur Hlín Helga Guðlaugsdóttir erindið KENNSLA: GEGGJAÐASTA LISTGREININ* í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND, í Þverholti 11, fyrirlestrasal A.

Hlín Helga er hönnuður og framtíðarrýnir sem hefur sérhæft sig í upplifunar- og samfélagsmiðaðri hönnun. Undanfarin ár hefur Hlín sinnt hönnunarkennslu við Konstfack, University of Arts, Crafts and Design í Stokkhólmi og í frumkvöðlafræðum, þverfaglegu samstarfi og framtíðarrýni við Stockholm School of Entrepreneurship. 

Hlín Helga er nú aðjúnkt við meistaranám í hönnun við Listaháskólann en starfar einnig sjálfstætt sem sýningastjóri, hönnuður og ráðgjafi. 

Hlín hefur stýrt DesignTalks fyrirlestradegi Hönnunarmiðstöðvar Íslands frá 2013, sett upp sýningar á vegum Hönnunarsafns Íslands, Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Design Forum Finland, stýrt hönnunarverkefnum og haldið vinnumsiðjur m.a. við Parsons í New York, National Institute of Design á Indlandi og PolyU í Hong Kong. 

Í erindinu mun Hlín Helga fjalla um eigin verk með útgangspunkt í orðum Magnúsar Pálssonar um að kennsla sé geggjaðasta listgreinin.

*Titill fenginn að láni hjá Magnúsi Pálssyni

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn almenningi

Facebook viðburður

--------

On Wednesday November 16th at 12:15 Hlín Helga Guðlaugsdóttir gives the lecture TEACHING: THE CRAZIEST FORM OF ART* as part of SNEIÐMYND, lecture series by The Department of Design and Architecture at Iceland Academy of the Arts. The lecture takes place in lecture room A at Þverholt 11.

Hlín Helga is a designer and a future visionary, specialised in experience- and community-oriented design. In recent years Hlín has taught design at Konstfack, University of Arts, Crafts and Design in Stockholm and entrepreneurship, interdisciplinary cooperation and future visions at the Stockholm School of Entrepreneurship. 

Hlín Helga is now an Adjunct at the MA Design programme at Iceland Academy of the Arts, as well as  working as an independent curator, designer and consultant. 

Hlín has curated the Design Talks, a lecture day held by the Icelandic Design Centre, since 2013 and curated exhibitions on behalf of the Icelandic Museum of Design, Icelandic Design Centre and Design Forum Finland. She has also managed design projects and held workshops at Parsons in New York, National Institute of Design of India and PolyU Hong Kong to name a few.

In her lecture Hlín Helga will introduce her own work with a starting point in the words of artist Magnús Pálsson that teaching is the craziest form of art.

*Title borrowed from artist Magnús Pálsson

The lecture is in English and open to the public.

Facebook event