Sneiðmynd, fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar

Dagskrá haust 2019

 
Öflugt rannsóknarstarf kennara við Hönnunar- og arkitektúrdeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar sem miðlað er til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.
Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í deildinni.
 
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta.
Hádegisfyrirlestrarnir eru í sal A í húsnæði Listaháskólans að Þverholti 11 milli klukkan 12:15 – 13:00.
 
Dagskrá
 
18. september 2019
Ræktun 
Ragnar Freyr
grafískur hönnuður og dósent við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
16. október 2019
Utanvegar 
Tinna Gunnarsdóttir
vöruhönnuður og prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
23. október 2019
Ferðaþjónusta, landslag og úrbaníseríng á 64° breiddargráðu 
Sigrún Birgisdóttir
arkitekt og prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
13. nóvember 2019
Tískan og borgin,samband tískumenningar við borgarmenningu 
Linda Björg Árnadóttir
fatahönnuður og lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
4. desesmber 2019
Fyrr en seinna
Björn Steinar Blumenstein
vöruhönnuður og stundakennari við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
sneidmyndhaust2019.jpg