Fínir drættir leturfræðinnar

Í þriðja fyrirlestri Sneiðmyndar, sameiginlegrar fyrirlestraraðar hönnunar- og arkitektúrdeildar, fjallar Birna Geirfinnsdóttir um bókina Detail in Typography eftir svissneska bókahönnuðinn Jost Hochuli. Birna hefur ásamt Gunnari Vilhjálmssyni, leturhönnuði, og Marteini Sindra Jónssyni, heimspekingi, lagt lokahönd á þýðingu bókarinnar sem er væntanleg á vormánuðum. Jost Hochuli hefur lengi notið al­þjóð­legrar hylli á sviði bókahönnunar. Hann hefur kennt um ára­bil, meðal annars í Zürich og í heimabæ sínum St. Gallen í Sviss.
 
Í bókinni er fjallað um ólík atriði sem hafa þarf hugfast við framsetningu leturs og hönnun með letri. Birna mun fara yfir innihald bókarinnar og þær áskoranir sem staðið var frammi fyrir við þýðingu hennar. Bókin kom fyrst út árið 1987 og hefur margoft verið endurútgefin hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og er íslenska nýjasta viðbótin.
 
Birna er bókahönnuður og dósent í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Hún á og rekur Studio Studio ásamt Arnari Frey Guðmundssyni. 
 
birna.jpeg