Dagskrá Sneiðmyndar haust 2020

Öflugt rannsóknarstarf kennara við Hönnunar- og arkitektúrdeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar sem miðlað er til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.
Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í deildinni.
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta.
Hádegisfyrirlestrarnir eru í sal A í húsnæði Listaháskólans að Þverholti 11 milli klukkan 12:15 – 13:00.
 
Dagskrá
29. janúar 2020
Hlutir, samtal og samhengi
Theódóra Alfreðsdóttir
vöruhönnuður og aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
19. febrúar 2020
Bregður birtu
Hólmfríður Ósman Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir
arkitektar og prófessorar við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
2. apríl 2020
Öll @x!#(‘‘=$ Mistökin  
Jón Helgi Hólmeirsson
vörhönnuður og stundakennari  við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
29. apríl 2020
Óklæði
Eva María Árnadóttir
fatahönnuður og aðjúnkt við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands