FYRR EN SEINNA

Björn Steinar Blumenstein

Björn Steinar Blumenstein útskrifaðist úr vöruhönnun við Listaháskóla Íslands árið 2016, og starfar nú sem vöruhönnuður og stundakennari við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans. Björn Steinar heldur fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd, miðvikudaginn 4. desember klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11.
 
Með hönnun sinni hefur Björn Steinar miðað að því að leysa vandamál eða vekja áhuga á hlutum sem mætti endurhugsa. Verkefni hans Catch of the day, sem snýst um að minnka matarsóun með því að brugga vodka úr ávöxtum sem finna má í ruslagámum, var tilnefnt til Íslensku hönnunarverðlaunanna árið 2018 og vann hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine (Reykjavík Grapevine Design Awards) árið 2019. Verkfnið Banana story sem Björn Steinar vann ásamt Johönnu Seelemann er nú á sýningunni Food bigger than the Plate í Victoria&Albert Museum í London en verkefnið er sprottið upp úr útskriftarverkefnum þeirra í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. 
Hönnunarverkefni Björns Steinars hafa fengið umfjöllun víða, til að mynda í The Economist, Icon Magazine og Damn Magazine. Björn Steinar var valinn einn af 100 hæfileikaríkustu hönnuðum heims af Icon Magazine.
 
Titill fyrirlestursins Fyrr en seinna, vísar í verk og aðferðafræði Björns Steinars en lykilþráður í öllum hans verkum er að finna farveg fyrir hönnun sem leiðir samfélagið ekki í glötun.
 
 
Sneiðmynd
 
Öflugt rannsóknarstarf kennara við Hönnunar- og arkitektúrdeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar sem miðlað er til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í  deildinni. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta.
 
 
DAGSKRÁ:
 
18. september 2019
Ræktun 
Ragnar Freyr
grafískur hönnuður og dósent við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
16. október 2019
Utanvegar
Tinna Gunnarsdóttir
vöruhönnuður og prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
23. október 2019
Umbreyting á 64°breiddargráðu: Ferðaþjónusta, landslag og úrbaníseríng
Sigrún Birgisdóttir
arkitekt og prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
13. nóvember 2019
Tískan og borgin,samband tískumenningar við borgarmenningu
Linda Björg Árnadóttir
fatahönnuður og lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
4. desesmber 2019
Fyrr en seinna
Björn Steinar Blumenstein
vöruhönnuður og stundakennari við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands