Adam Flint hönnuður og lektor í grafískri hönnun heldur fyrirlesturinn „Rannsóknir á hönnun stjórnmála“ miðvikudaginn 18. janúar næst komandi klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11. Fyrirlesturinn er hluti af Sneiðmynd, fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeilda Listaháskóla Íslands.
Adam er grafískur hönnuður frá Kaliforníu. Í hönnun sinni síðastliðinn áratug hefur hann lagt áherslu á sýningahönnun og unnið við sýningar fyrir fjölmörg söfn og menningarstofnanir bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Miðpunktur verka hans er samspil þáttökulistar og hönnunar, saga pólitískrar grafískrar hönnunar og framtíð lýðræðis.
Rannsóknir á hönnun stjórnmála
„Þegar dró að kosningum í Bandaríkjunum 2016 var mér boðið að taka þátt í sýningu um sögu kosninga á California Museum í Sacramento, höfuðborg Kaliforníu. Eftir að hafa varið nokkrum vikum á skjalasöfnum um stjórnmál með sagnfræðingum og sýningarstjórum og skapað frásögn fyrir sýninguna, varð ég virkilega ruglaður á sérkennilegu eðli þessa kerfis. Hvernig virkar það eiginlega? Hver hannaði það? Hvernig varð þetta svona flókið? Síðan þá hef ég lesið, skrifað og skapað verk til að kanna áhrif hönnunar á stjórnmál; fyrst og fremst í Bandaríkjunum.
Með þessum fyrirlestri mun ég nýta tækifærið til að kynna mig og störf mín sem hönnuður og rannsakandi, ásamt því að fjalla um það hvernig ég hef víkkað sjóndeildarhringinn til að geta einbeitt mér að hönnun stjórnmála í hnattrænna samhengi.“
2000 Palm Beach County, Florida Ballot, AIGA Design Archives and Special Collections