Skerpla // djúphlustun með dr. Jane Riegler

Þann 14. október nk. kl. 15:00-16:40 verður boðið upp á vinnustofu í djúphlustun með dr. Jane Riegler,
flautuleikara og tónskáldi. Djúphlustun byggir á aðferðum tónskáldsins Pauline Oliveros og er tilvalin leið
til að tengja inn á við og leysa skapandi krafta úr læðingi.Vinnustofan, sem er hluti af dagskrá Skerplu,
er opin öllum nemendum tónlistardeildar og almenningi en nauðsynlegt er að skrá sig með því að
senda póst á berglindmaria [at] lhi.is fyrir 9. október.

Vinnustofan fer fram í húsakynnum Listaháskóla Íslands,
Skipholti 31, Fræðastofu 1, en líka í gegnum Zoom.
Einungis verður nemendum tónlistardeildar heimilt að
sækja viðburðinn í Fræðastofu 1.