Nemendur á 2. ári í grafískri hönnun bjóða gesti velkomna á opnunarviðburður fyrir safn myndasagna og teikninga föstudaginn 9. desember næst komandi kl 16:00 á Pallinum, Þverholti 11.
 
Þar verða til sölu handbundnar bækur í takmörkuðu upplagi.
Hver kápa er handstimpluð og efnið er prentað með fjölbreyttum prenturum, þar á meðal rísóprentara, fjölritunar - og fjölföldunarvélum og Gocco prentara.