Listkennsludeild Listaháskóla Íslands býður á opinn hádegisfyrirlestur í Laugarnesi, miðvikudaginn 21. mars ´18 kl. 12. 
 
Fjölbreytileiki kyns er sífellt meira í umræðunni og æ ríkari krafa er um að þau sem vinna með ungu fólki þekki inn á þau mál. 
 
Sólveig Rós frá Samtökunum ´78 verður með fræðslu í Listaháskólanum Laugarnesi um málefni hinseginleikans.
 
Í þessari kynningu verður farið yfir helstu hugtök er tengjast hinseginleikanum ásamt hugleiðingum um hvernig er hægt að innleiða hinsegin sjónarhorn í starf með börnum og unglingum.
 
Öll velkomin! 
 
solveig.png