Samtal: apap* - FEMINIST FUTURES - Er feminísk framtíð möguleg í sviðslistunum?

*apap - advancing performing arts project
 
Listaháskóli Íslands. Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík. Black Box.
Föstudaginn 17. nóvember - 10:45-12:00
Frítt.
Opið öllum, engin skráning.
Aðgengi: Í Listaháskólanun er hjólastólaaðgengi og aðgengileg klósett.
 
talk_-_friday1.jpg

Samtal um verkefnið pap - FEMINIST FUTURES.

Fram koma:
 
Silke Bake
General and artistic manager apap - FEMINIST FUTURES
 
Marijana Cvetkovic
Co-founder, STATION Service for contemporary dance
 
Pauline Legeros
Consultant, Feminist Business Model apap - FEMINIST FUTURES
 
Jacopo Lanteri
Overall coordination and artistic program Tanzfabrik Berlin
 
Pétur Ármannsson, listrænn stjórnandi Reykjavík Dance Festival stýrir umræðunum.
 
apap  - advancing performing arts project eru alþjóðleg samtök 11 menningarstofnanna um alla Evrópu. Samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2000.
apap – FEMINIST FUTURES er fjögurra ára verkefni styrkt af Creative Europe. Markmið verkefnisins er metnaðarfullt: Að hrinda af stað kröftugum samfélagsbreytingum með listsköpun. Ætlunarverkið er að takast á við misrétti í sviðslistum samtímans og nýta hugmyndir sem falla undir hugtakið samtvinnaður femínismi til þess að finna áþreifanlegar lausnir og auka vitund almennings.
 
Viðburðurinn er samstarf Reykjavík Dance Festival og Listaháskóla Íslands.