Meistaranemar á fyrra ári í myndlist við Listaháskóla Íslands halda samsýningu á haustönn 2020.

Í sýningunni Hæ, can you hear me? Eru verk af ólíkum toga sem eiga það sammerkt að vera eins konar kveikjuþræðir og nánari útfærslur af hugmyndum og vinnuferli nemenda fram til þessa. Sýningin mun eiga sér stað í tveimur rýmum á 2. hæð í húsnæði Listaháskólans í Laugarnesi: Kubbnum og Ganginum. Opnun fer fram föstudaginn 4. desember kl. 16:00.

ATH vegna núverandi ástands verður sýningin aðeins aðgengileg almenningi í gegnum beint streymi á vefnum sem nálgast má HÉR.

Þátttakendur:

Arnþór Ævarsson
Elnaz Mansouri
Freyja Reynisdóttir
Jasa Baka
Jóhanna Margrétardóttir
Maria Sideleva
Martha Haywood
Melanie Ubaldo
Patryk Dawid Wilk
Ragnhildur Lára Weisshappel
Tinna Guðmundsdóttir
Yuhua Bao