Verið velkomin á hópsýninguna „5 til 9“. Sýningin setur spurningarmerki við kapítalískar hugmyndir um tímann í gegnum jöfnuna ''time = money,'' og í framhaldi opnast möguleiki á endurskoðun á því hvað það þýðir að vinna. Þannig gefst svigrúm til þess að snúa upp á og umbylta þessari hugmyndafræði bakvið tímann og vinnuna.

Með verkum eftir:
Andrew Birk
Dieter Roth
Ermanno Cristini
Kristján Guðmundsson
Patricia Carolina
Wendy Cabrera Rubio

Í vestrænu nútímasamfélagi er 8 klukkustunda vinnudagur talinn vera staðallinn fyrir dagsvinnu. Þessi tími er oft kallaður 9 til 5 eða „9 to 5“.

Með iðnbyltingunni breyttist vöruframleiðsla á þann hátt að tími og kostnaður sem fóru í hana, minnkuðu, sem átti að svara vaxandi eftirspurn neytenda. Háhraða framleiðsla gerði fyrirtækjum kleift að framleiða meira og auka hagnað sinn. Með þessu móti varð færibandið ráðandi, sem breytti vinnunni varanlega.

Áður fyrr var vinnan byggð á annars konar þekkingu en fyrirfinnst í dag; samfellu verka sem leiddi til framleiðslu ásamt flóknari hugmyndum bakvið framleiðsluna. Framleiðsluferlið var einstaklingsbundið, sem endurspeglaði þá persónuleika þess sem skapaði hlutinn. Þessi einstaklingsbundni þáttur framleiðslunnar hefur tapast í hvirfilvindi mikillar eftirspurnar og græðgi fyrirtækja.

Hinir völdu listamenn: Andrew Birk, Patricia Carolina, Ermanno Cristini, Kristján Guðmundsson, Dieter Roth, Wendy Cabrera Rubio vinna að því að skilgreina, gagnrýna, kanna eða snúa við ýmist sértækum skrefum nútímaframleiðslu, eða henni í heild sinni. Þar með beina þau athyglinni að því að endurvekja upplifun mannsins á vinnu og grafa undan reglum fjöldaframleiðslunnar. Umræddir listamenn leitast við að endurvekja mannleg gildi sem hafa fallið í gleymsku, eins og uppgötvun, gleði og leik.

Curated by students in Creating and Curating Exhibitions at the Iceland University of the Arts:

Ana Victoria Bruno
Andri Þór Arason
Bernharð Þórsson
Birkir Mar Hjaltested
Daníel Ágúst Ágústsson
Disa Lareau
Dorothea Olesen Halldorsdóttir
Helena Reynis
Hugo LLanes
Inga Haraldsdóttir
María Hjelm
Sunna Björk Erlingsdóttir
Vigdís Þóra Másdóttir
Þórhildur Einarsdóttir
Instructed by Becky Forsythe

Nánari upplýsingar / Facebook viðburður