Nemendur úr LHÍ og Conservatorio di Bolzano á Ítalíu hafa sett saman efnisskrá með glænýjum verkum fyrir kammersveit og leika þau undir stjórn Maurizio Colasanti frá Bolzano.
Kammerverkin eru öll frumflutt. Þau eru eftir Arnþrúði Ingólfsdóttur, Masaya Ozaki, Peter Östergaard og Santiago Rueda Garcia frá LHÍ, Simon Stampfer og Stefano Boccia frá Bolzano. Jafnframt verða leiknir kaflar úr einleiksverkinu Lightning Streaks fyrir píanó eftir Luca Macchi, prófessor í tónsmíðum við Conservatorio di Bolzano.
Martina Brazzo, flauta
Sarah Brunner, klarinett
Giacomo Meroni, slagverk,
Stefano Boccia, harpa
Styrmir Þeyr Traustason, píanó
Elísabet Anna Dudziak, fiðla
Diljá Finnsdóttir, víóla
Katrín Karitas Viðarsdóttir, víóla
Arnar Geir Halldórsson, selló
Chiara Prenestini, kontrabassi