Rytmískt kvöld tónlistardeildar LHÍ

Samspilshópar úr rytmísku kennaranámi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands koma fram í Stúdentakjallaranum mánudaginn 15. nóvember kl 18. Hóparnir eru þrír og njóta handleiðslu  kennaranna Andrésar Þórs Gunnlaugssonar, Hilmars Jenssonar og Þorgríms Jónssonar. Hver hópur leikur í 30-40 mínútur og má gera ráð fyrir að efnisskráin verði mjög fjölbreytt.

forsida_0.jpeg

 

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.