Nemendur á fyrsta ári rytmísks kennaranáms tónlistardeildar LHÍ halda samspilstónleika í hátíðarsal FÍH, Rauðagerði 27, mánudaginn 12. nóvember kl 19. 

Tveir hljómsveitir munu koma fram en auk þess koma nemendurnir fram í aukahljóðfærasamspili þar sem enginn spilar á sitt aðalhljóðfæri.   

Á efniskránni verður blanda af jazz- og popptónlist í eigin útsetningum hljómsveitarmeðlima. 

Kennari er Andrés Þór Gunnlaugsson.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Tónleikarnir verða um það bil klukkustundar langir. 

Hópur 1 

 • Marjun Wolles, söngur
 • Sindri Freyr Steinsson, gítar
 • Árni Freyr, gítar
 • Ingibjörg Elsa Turchi, bassi
 • Unnar Lúðvík Björnsson, trommur

 
 Hópur 2

 • Olvheðin Jacobsen, söngur
 • Sigrún Erla Grétarsdóttir, söngur
 • Magni Freyr Þórisson, gítar
 • Kristófer Hlífar Gíslason, gítar
 • Sævar Helgi Jóhannsson, píanó
 • Ingibjörg Elsa Turchi, bassi
 • Páll Cecil Sævarsson, trommur