Rannsóknarstofa í tónlist (RíT) við tónlistardeild Listaháskóla Íslands í samstarfi við Myrka Músíkdaga efnir til málstofu um virka nótnaskrift. Málstofan verður í Hörpu (Vísa) föstudaginn 27. janúar kl. 13:30.

Virk nótnaskrift (e. „animated“ eða „active notation“) er nýleg tegund af nótnaritun sem styðst við videó eða e.k. hreyfingu á skjá sem leiðbeiningu til flytjenda. Þessi nálgun á sér um 10 ára sögu á Íslandi og hefur verið könnuð á margvíslegan hátt. Málstofan lítur yfir þessa sögu og skoðar hana í alþjóðlegu samhengi ásamt því að velta upp framtíðarmöguleikum þessarar tegundar af nótnaskrift. Mismunandi aðferðir og nálganir verða kynntar út frá sjónarhornum tónskálda og flytjenda. Þátttakendur eru:

Bergrún Snæbjörnsdóttir, tónskáld
Guðmundur Steinn Gunnarsson, tónskáld
Áki Ásgeirsson, tónskáld
Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari
Þráinn Hjálmarsson, tónskáld

Fundarstjóri: Einar Torfi Einarsson (LHÍ)