RíT-málstofa // Personal Clutter
23.01.23 kl.13:00 - Fræðastofa 1, Skipholti 31
---------------------------------------------------

Rannsóknastofa í tónlist (RíT) við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Myrka Músíkdaga 2023 bjóða Personal Clutter tónlistarhópnum í heimsókn til að kynna sína starfsemi og aðferðir með áherslu á samstarf.

p.e.r.s.o.n.a.l.c.l.u.t.t.e.r

Personal Clutter er tónlistarhópur skipaður konum sem skapar og flytur nýstárleg verk sem eru gáskafull á sviði en þó sköpuð eftir ströngum reglum. Kvenleiki spilar stórt hlutverk í vinnu þeirra, sem og sú fjölbreytta reynsla sem þær hafa sem listamenn og einstaklingar. Má þar nefna áhrif frá aðgerðarstefnu, tónsmíðum, dansi, kyngerva fræði, óperu og sálaraflsfræði. p.e.r.s.o.n.a.l.c.l.u.t.t.e.r hefur hlotið lof gagnrýnenda fyrir sýningar sínar þar sem flutt eru ný verk eftir tónskáld frá Íslandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi og hafa þær pantað ný verk til að stækka efnisskrána.

Tónlistarhópurinn mun koma fram á Myrkum músíkdögum þann 25.janúar en nánari upplýsingar um tónleikana má nálgast hér.