Rannsóknastofa í tónlist (RíT) við Listaháskóla Íslands efnir til málstofu um samband tónlistar og tungumáls. Samband texta og tónlistar á sér langa sögu og hafa þessi fyrirbæri ávallt eflt og mótað hvort annað í gegnum aldirnar. En hvar liggur tónlist textans, er hegðun ljóðsins eða tungumálsins ávallt tónlistarlegs eðlis, hvernig mótast merking raddarinnar í gegnum hryn og hendingar? Velt verður upp spurningum af þessu tagi í fjórum stuttum erindum sem varpa ljósi úr ólíkum áttum á samband bragarins og raddarinnar.

Allir áhugasamir velkomnir.

Dagskrá

Hvað er hrynvarp?
Atli Ingólfsson

Áhersla í tónum og tali
Margrét Pálsdóttir

Músík málsins
Kristján Árnason

Hljómfall ljóðsins
Sigurlín Bjarney Gísladóttir

Málstofustjóri: Einar Torfi Einarsson


Þátttakendur

....

Atli Ingólfsson er prófessor í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Meðfram tónsmíðum hefur hann rannsakað og ritað nokkuð um bragfræði.

rit_malstofa_portret2.jpg

Margrét Pálsdóttir er sjálfstætt starfandi málfræðingur sem hefur sérhæft sig í framsagnar- og framburðarkennslu. Hún kenndi lengi hljóðmótun við Leiklistarskóla Íslands og hefur einnig leiðbeint leikurum og söngvurum um flutning bundins máls og óbundins. Hún stjórnar nú fjölþjóðlegum sönghópi kvenna og nýtir þar reynslu sína og rannsóknir.

Kristján Árnason er fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við HÍ og hefur rannsakað hrynjandi og tónfall málsins og fjallað um bragfræði og stílfræði, m.a. í bók sinni Stíll og bragur (2013).

Kristján Árnason er fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við HÍ og hefur rannsakað hrynjandi og tónfall málsins og fjallað um bragfræði og stílfræði, m.a. í bók sinni Stíll og bragur (2013).

Sigurlín Bjarney Gísladóttir er rithöfundur. Hún skrifaði BA ritgerð í íslensku um hljóm og hrynjandi í flutningi ljóða (2009) og hefur nýtt það efni í eigin ljóðagerð.

Sigurlín Bjarney Gísladóttir er rithöfundur. Hún skrifaði BA ritgerð í íslensku um hljóm og hrynjandi í flutningi ljóða (2009) og hefur nýtt það efni í eigin ljóðagerð.