Rannsóknarstofa í tónlist (RíT), í samstarfi við tónleikaröðina Hljóðön, býður breska tónskáldið Bryn Harrison velkomið föstudaginn 20. apríl.

Bryn heldur fyrirlestur um eigin verk með áherslu á tíma, minni og endurtekningu. Fjallað verður um verkin Vessels (2012), Receiving the Approaching Memory (2014) og Piano Quintet (2017). Bryn mun kynna nálgun sína á hringlaga formgerðum og hvernig hann hefur stuðst við þær í þanlöngum verkum.

Tónlistardeild, stofa 633, föstudaginn 20. apríl kl. 14:00. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 

Nánari upplýsingar um Bryn Harrison má nálgast á heimasíðu tónskáldsins