Laugardagskvöldið 17. mars klukkan 21 flytur ítalska tónskáldið Massimiliano Viel verk sitt Recombinant í flyglasal tónlistardeildar LHÍ við Skipholt 31. 
 
Recombinant (umröðun) er kveðja til tónskálda síðustu aldar þar sem á fjórða hundrað brotum úr verkum eftir Berio, Cage, Ligeti, Stockhausen, Xenakis, Scelsi og Donatoni er blandað saman og umraðað á staðnum svo úr verður sérkennileg mósaík sem opinberar látæði og áráttu skrifaðrar tónlistar á seinni hluta 20. aldar. 
 
Daginn áður, 16. mars frá 12:45 - 14:30, mun Viel koma fram í málstofu tónsmíðanema sem fram fer í stofu 633, Fræðastofu I í Skipholti 31. Þar ræðir hann meðal annars um Stockhausen og stjörnurnar!
Allir eru hjartanlega velkomnir á báða viðburði og aðgangur er ókeypis.