Útskriftartónleikar sellóleikarans Ragnars Jónssonar frá tónlistardeild LHÍ fara fram í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 24. maí klukkan 20. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Efnisskrá:

  • R. Schumann: Fantasiestücke op. 73 fyrir selló og píanó
    I. Zart und mit Ausdruck
    II. Lebhaft, leicht
    III. Rasch und mit Feuer
     
  • P. Hindemith: Sónata fyrir einleiksselló op. 25 nr. 3
    I. Lebhaft, sehr markiert
    II. Mässig schnell, Gemächlich
    III. Langsam, Ruhig
    IV. Lebhafte Virtel
    V. Mässig schnell
     
  • C. Debussy: Sónata í d-moll fyrir selló og píanó
    I. Prologue: Lent, sostenuto e molto risoluto
    II. Sérénade: Modérément animé
    III. Final: Animé, léger et nerveux

-hlé-

  • J. Brahms: Sónata nr. 2 fyrir Píanó og Selló í F-dúr op. 99
    I. Allegro vivace
    II. Adagio affettuoso
    III. Allegro passionato
    IV. Allegro molt

Meðleikur: Richard Simm píanó

 
Ragnar Jónsson er fæddur árið 1994 og hóf sellónám fimm ára gamall. Vorið 2013 lauk hann diplómaprófi frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur stundað framhaldsnám við Konunglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og Ecole Normale Superieur de Musique de Paris. Hann hefur einnig sótt einkatíma og námsskeið hjá sellóleikurum á borð við Erling Blöndal Bengtsson, Hans Jorgen Jensen, Danjulo Ishizaka, Francis Gouton o.fl. Vorið 2014 vann Ragnar Raphael Sommer verðlaunin í keppni á vegum Raphael Sommer Memorial Music Scholarship Foundation. Aðalkennari Ragnars við tónlistardeild LHÍ hefur verið Sigurður Bjarki Gunnarsson.

Ragnar hefur tvisvar komið fram sem einleikari með hljómsveit. Hann flutti Pezzo Capriccioso eftir Piotr I. Tchaikovsky með Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólanna á hátíðartónleikum í Eldborg í febrúar 2012, og svo sellókonsert Edwards Elgars með Sinfóníuhljómsvet Íslands á tónleikum Ungra Einleikara 2016.

Ragnar hefur komið fram á ýmsum tónlistarhátíðum bæði heima og erlendis, m.a. Sumartónleikum í Skálholti, The Icelandic Chamber Music Festival í Kópavogi, Cycle Music and Art Festival, Podium Festival Iceland, Pulsar Festival, Yellow Barn Chamber Music Festival Young Artist Program, Astona International o.fl. 

Auk þess leikur Ragnar reglulega nútímatónlist, m.a. með Caput og sem meðlimur Strengjasveitarinnar SKARK, og hefur leikið inná upptökur af nýrri íslenskri tónlist, m.a. debútplötu tónskáldahópsins Errata Collective - Errata.

Ljósmynd: Leifur Orri