In the lecture, Dr. Eldborg will focus on ideas and issues relating to queer curatorship and making space for queer art and artists in Iceland in a theoretical, historical, social and cultural context. The lecture will be held in English.
Ynda Eldborg (hún/hennar-hán/háns) er list- og safnfræða búsett og starfandi í Reykjavík. Hún lauk doktorsprófi (PhD) frá University of Leicester árið 2010 og fjallaði í ritgerð sinni um tilurð menningarverðmæta í framsæknum sölugalleríum fyrir myndlist í Kaupmannahöfn, London og Reykjavík. Hún hefur MA gráðu í safnafræði (University of Leicester, 2002), MA í listfræði (De Montfort University, 2000) og BA í sagnfræði (HÍ, 1997).
Að loknu doktorsnámi hóf Ynda að rannsaka stöðu hinsegin myndlistar og myndlistarfólks á listmörkuðum alþjóðlega. Rannsóknin leiddi í ljós að hinsegin myndlist væri þar nær ósýnileg, og að
sögulegt gildi hennar og vægi í samtímanum nyti ekki fullrar viðurkenningar í heterómiðuðum og hinseginfóbískum stýrikerfum samtímamyndlistarinnar.
Ynda hefur síðan sinnt rannsóknum á sögu og samhengi hinsegin myndlistar á Íslandi, flutt fyrirlestra um hinsegin myndlist við HÍ, LHÍ og Myndlistaskólann í Reykjavík auk þess að leggja stund á inngildandi sýningagerð með áherslu á hinseginleika í ýmsum opinberum sýningarýmum.
Ynda hefur verið stundakennari í listfræði og list-og mannkynssögu við University of Leicester, Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands (2005-2017) og stýrt sýningum á borð við Grímur sem er samsýning Gøran Ohldieck og Kjetil Berge í Norræna húsinu í Reykjavík (2023); Til sýnis: Hinsegin umfram aðra, ásamt Viktoríu Guðnadóttur, Nýlistasafninu (2022); Regnbogabraut: Falin saga í 1200 ár, á dagskrá Hinsegin daga 2019, Neskirkju (2019); Fjallið flutti í nótt, einkasýningu Magneu Ásmundsdóttur, Mokka (2019); Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78, Grófarhúsinu (2019) með þátttöku Borgarskjalasafns Reykjavíkur, Borgarbókasafns Reykjavíkur og Samtakanna ´78; og Regnbogaþráður, með Ástu Kristínu Benediktsdóttur og Írisis Ellenberger, Þjóðminjasafni Íslands (2018).
Þá var Ynda Eldborg sýningastýra í Galleríi 78 fyrir hinsegin myndlist og myndlistarfólk (2015-2020). Hún var forkona Listfræðafélags Íslands (2017-2019) og fulltrúi félagsins í dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna 2018.
Viðburðurinn er partur af fyrirlestraröð myndlistardeildar og fer fram í fyrirlestrasal (L193) Listaháskóla Íslands á fyrstu hæð að Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um fyrirlestraröð myndlistardeildar haustið 2023 má finna HÉR.