Quadrature

It's never aliens - Artistic exploration of extraterrestrial phenomena

 
Quadrature er samstarfverkefni tveggja listamanna sem búa og starfa í Berlín. Verk þeirra kljást við fegurð alheimsins og aðferðir mannkynsins við að rannsaka hann. Alheimurinn er í augum listamannanna óraunverulegt en í senn raunverulegt rými sem vekur upp frumtilfinningar og háþróaðar vísindalegar kenningar. Listamennirnir dvöldu í gestavinnustofu sem var staðsett í einum stærsta útvarpssjónauka í heimi, eftir þá reynslu hafa súrrealískar hugmyndir um útvarpsstjarnfræði kviknað hjá þeim og náðu þær hámarki í seríu sem var innblásin af furðulegum merkjum, litlum grænum mönnum og mögulegum hliðarraunveruleikum.
 
Verk Quadrature innihalda meðal annars vídeó miðlun á skjám, innsetningar með vélmennum og grafík. Í fyrirlestrinum mun listamannateymið kynna nýleg verk sín (þar á meðal er heimagerður útvarpssjónauki!), tala um merkileg fyrirbæri í geimnum og sýna gjörningin ‘Orbits’.
 
Qudrature munu kenna námskeið í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands fyrir nemendur í meistaranámi í hönnun ásamt því að halda fyrirlestur um verk sín og rannsóknir
 
Fyrirlesturinn fer fram 15. mars 2019 klukkan 17:00 í Ásmundarsal,
fyrirlesturinn verður á ensku, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir!
 
Heimasíða Quadrature: https://quadrature.co/
Ljósmynd: Martin Hieslmair
 
Með Gestagangi er ætlunin að veita áhugasömum innsýn í áhugaverð verkefni og rannsóknir í hönnun og arkitektúr. Fyrirlesararnir eiga það sameiginlegt að vera stundakennarar eða erlendir gestakennarar við Hönnunar- og arkitektúrdeild. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir einstök verkefni á sviði hönnunar eða arkitektúrs og hafa látið til sín taka á alþjóðlegum vettvangi.