Verið velkomin á opnun samsýningarinnar Óreiða í augnhæð föstudaginn 25. ágúst kl. 16:00 í Kubbnum, Naflanum og Huldulandi í Myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Laugarnesi.
 
Sýningin var unnin að öllu leyti á fyrstu þremur dögum haustannarinnar undir leiðsögn Fritz Hendrik IV.
 
Sett á svið á milli spennu og stöðnunar:
 
Hlutir staðsettir, hlutum dreift. Bilið á milli er ferðalag inn í óreiðuna.
Þið mætist augliti til auglitis. Miði í lófann. Hvíslar hástöfum, hver hvíslar? Neistinn sparkar þér áleiðis. Þú nemur staðar við óræðar dyr milli spennu og stöðnunar.
 
3. árs nemar BA myndlist:
Alda Ægisdóttir
Axel Frans Gústavsson
Birta Dröfn Kristjánsdóttir
Bjartur Elí Ragnarsson
Elín Elísabet Einarsdóttir
Gabriel Backman Waltersson
Hekla Kollmar
Íris Eva Ellenar-Magnúsdóttir
Ísabella Lilja J. Rebbeck
Ívar Ölmu Hlynsson
Katla Björk
Kata Jóhanness
Lúðvík Vífill Arason
Oliver Sigurþór Luca Devaney
Ráðhildur Ólafsdóttir
Rúrí Sigríðardóttir Kommata
Saga Líf Sigþórdóttir
Tómas van Oosterhout
Ævar Uggason