Opinn masterclass með ensku sópransöngkonunni Claire Rutter. Claire ætti að vera íslenskum óperunnendum í fersku minni en hún söng nýverið hlutverk Toscu í Íslensku óperunni. 

Fram koma:

  • Eirik Waldeland
  • Eliska Helikarová
  • Fredrik Scjerve
  • Íris Björk Gunnarsdóttir
  • María Sól Ingólfsdóttir
  • Snæfríður María Björnsdóttir
  • Solveig Óskarsdóttir

Claire Rutter er fædd í bænum South Shields á Englandi og nam söng við Guildhall School of Music and Drama. Hún hóf söngferil sinn hjá Scottish Opera og hefur sungið við English National Opera, Grange Park óperuna, Opera North og hjá Velsku þjóðaróperunni. Hún söng hlutverk Fiordiligi í Cosi fan tutte við Dallas-óperuna en fyrir þá túlkun var hún tilnefnd til Maríu Callas verðlaunanna. Hún hefur einnig sungið við óperuhús í Ástralíu, Hollandi, Finnlandi, Frakklandi, Noregi og Bandaríkjunum. 

Á meðal hlutverka sem hún hefur sungið eru:

  • Elvira í I Puritani eftir Vincenzo Bellini
  • Norma í óperunni Norma eftir Vincenzo Bellini
  • Maddalena í óperunni Andrea Chénier eftir Umberto Giordano
  • Donna Anna í Don Giovanni eftir Wolfgang Amadeus Mozart
  • Elettra í Idomeneo eftir Wolfgang Amadeus Mozart
  • Minnie í La Faniculla del West eftir Giacomo Puccini
  • Cio-Cio-San í Madama Butterfly eftir Giacomo Puccini
  • Manon Lescout í Manon Lescaut eftir Giacomo Puccini
  • Turandot í Turandot eftir Giacomo Puccini
  • Elvira í óperunni Ernani eftir Giuseppe Verdi
  • Giovanna d´Arco í óperunni Giovanna d´Arco eftir eftir Giuseppe Verdi
  • Abigalle í Nabucco eftir Giuseppe Verdi  
  • Maria Boccanergra í Simon Boccanegra eftir Giuseppe Verdi 
  • Víoletta í La traviata eftir Giuseppe Verdi 
  • Sieglinde í Valkyrjunum eftir Richard Wagner
  • Vanessa í Vanessu eftir Samuel Barber

Claire hefur komið fram með öllum helstu sinfóníuhljómsveitum Bretlands og sungið inn á fjölda hljóðritana.