Opnin fyrirlestur í myndlistardeild: Kevin Atherton
Föstudaginn 5. maí kl. 13 Fyrirlestrarsal Laugarnesvegi 91
 
Kevin Atherton er fæddur á eyjunni Mön árið 1950. Hann vinnur með tímatengda miðla, gjörninga og videó í skúlptúrísku samhengi og kannar í verkum sínum samband raunveruleika og skáldskapar. Atherton er þekktur fyrir fjölda verka í almenningrými sem hann hefur gert hefur síðan á níunda áratugnum.
 
Atherton á langan feril sem kennari, m.a við National College of Art and Design (NCAD) í Dublin frá 2000 til 2014 þar sem hann var yfir meistarnámi í myndlistardeild. Áður kenndi hann við Chelsea College of Art í London sem deildarstjóri Combined Media. Hann hefur sýnt víða um heim, þar á meðal í Museum of Modern Art San Francisco (SFMOMA), The Museum of Modern Art Vienna (MUMOK) og í Tate Britain. Myndbandsinnsetning hans In Two Minds (1978-2014) er í safneign Írska nútímalistasafnsins í Dublin.
 
Eins og Jackie Hatfield sagði árið 2005 í, Rewind-Artists Videos in the 70s og 80s: "Áhorfendur hafa verið miðpunktur verkanna hans, frá skúlptúrunum á Brixton stöðinni til beinrar umfjöllunar hans um ósýnilega mörk milli há- og lág-menningar í Coronation Street. Atherton hefur notað sýningarsalinn sem 'leikhús' til að varpa fram spurningum um list og listamanninn sem 'leikara' í tengslum við breiðari menningarlegar áhrif dægurmenningar, þar á meðal leikarann í fjölleikhúsi eða uppistandi."