Föstudaginn 18. október kl. 13.00 mun Guðný Guðmundsdóttir halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal Listaháskólans að Laugarnesvegi 91.

Þetta verður fyrirlestur og myndasýning þar sem ég mun fara í gegnum ferilinn og velta fyrir mér hvernig verk listamanns þróast. Hvað hefur áhrif á listsköpun, eru það einhverskonar æskuminningar, nám, tónlist, vonbrigði eða eru það árin í kringum tvítugt og er þá allt hitt úrvinnsla eða hefur allt umhverfi manns áhrif út allt lífið… Ég reyni að horfa á eigið verk með augum ókunnugra, eins og það komi mér ekki við. Langar til að fjalla um eðlisávísun, þróun vinnuteikningar og leiftursýnir…

Guðný Guðmundsdóttir er fædd árið 1970 í Reykjavík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1991 - 1993 og við Hochschule für bildende Künste Hamburg hjá prof. Werner Büttner frá 1995 - 2001. Hún hefur starfað við myndlist allt frá útskrift. Hún vinnur með hefbundna miðla á borð við teikningu, málverk, klippimyndir, skúlptúr og ljósmyndun. Hún býr og starfar í Berlín.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum. Facebook viðburður.