Föstudaginn 20. september kl. 13.00 mun Elín Hansdóttir halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal Listaháskólans að Laugarnesvegi 91.

Elín Hansdóttir skapar innsetningar sem byggðar eru fyrir tiltekin rými og taka á sig margvíslegar myndir. Nefna má hljóð- og/eða sjónrænar blekkingar, göng í ætt við völundarhús og byggingarfræðilega þætti sem myndast fyrir tilstilli hreyfingar sýningargestsins. Verk sín hefur hún m.a. skapað fyrir nokkur aþjóðleg sýningarrými, svo sem KW Institute of Contemporary Art í Berlín, Frieze Projects í London, ZKM í Karlsruhe, Þýskalandi, Den Frie Udstillingsbygning í Kaupmannahöfn, Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur. Sýning hennar Annarsstaðar opnaði 7. september í Ásmundarsal og stendur til 6.október.

Í fyrirlestrinum mun Elín fjalla um vinnuferli og uppsprettu hugmynda við vinnslu verka sinna.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Facebook viðburður.

www.elinhansdottir.net