Birgir Snæbjörn Birgisson stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og École des Arts Décoratifs, í Strasbourg í Frakklandi. Verk Birgis beinast að pólitískum, samfélagslegum og sögulegum málefnum í okkar samtíma. Á listilegan hátt sameinast næmni og mildi háalvarlegu inntaki. Hið fínlega og hið smáa, því sem næst hvíslandi framsetning Birgis, magnar upp háskerpu skilningarvitanna. Sú einlæga frásögn í hálfum hljóðum, sem Birgir töfrar fram, knýr áhorfandann til að takast á við gagnrýna hugsun með því að afhjúpa sakleysislegt yfirbragð og alla þá mýkt sem af verkum Birgis stafar.

 

Birgir hyggst tala um tvær yfirstandandi sýningar á verkum sínum. Einkasýninguna Í hálfum hljóðum í Listasafni Íslands og alþjóðlegu samsýninguna Nánd í Listasafninu á Akureyri. Að auki mun Birgir segja frá áralöngu samstarfi hans og sýningarstjórans og rithöfundarins Mika Hannula.

 

ENGLISH

Birgir Snæbjörn Birgisson studied art at The Icelandic College of Art and Crafts and École des Arts Décoratifs, in Strasbourg in France. Birgir’s work addresses political, social and historical issues in the present day. He expertly combines sensitivity, tenderness and the sober content of his work. Birgir’s approach is delicate, almost whispering and heightens the senses. The earnest, murmured narrative conjured up by Birgir compels the onlooker to use critical thinking, by unveiling the innocent character and all the gentleness that emanates from Birgir’s works. Birgir will talk about two current exhibitions of his works. His solo exhibition Careless Whispers at The National Gallery of Iceland in Reykjavik and the international group exhibition Embrace at The Akureyri Art Museum. Birgir will also talk about his yearlong collaboration with the curator and writer Mika Hannula.

 

Listaverk / Artwork
Birgir Snæbjörn Birgisson
Trú / Faith, 2020
Olía á striga / oil on canvas, 60 x 60 cm.
Hluti úr verkaröð / detail 
Ljósmynd af verki / photograph of work: Sigurður Gunnarsson